23.10.1985
Neðri deild: 7. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 149 í B-deild Alþingistíðinda. (124)

Tilhögun þingfunda

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Ég hlýt að gera athugasemd við það sem fram kemur hjá hæstv. forseta. Hann gerir því skóna að hægt sé að boða hér þingfund kl. hálftíu. Það þýðir að forseti gefur sér það að nefndin þurfi ekki nema einn og hálfan til tvo tíma til sinna starfa. Ég hlýt að mótmæla því að fundur fyrir 2. umr. hér í Nd. sé tímasettur með þessum hætti.