16.12.1985
Neðri deild: 31. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1676 í B-deild Alþingistíðinda. (1310)

145. mál, stjórn fiskveiða

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég er efnislega andvígur því frv. sem hér liggur fyrir. Það þverbrýtur allar þær hugmyndir sem ég hef um eðlilega skiptingu á milli þess sem stjórnvöld eiga að aðhafast og þess sem atvinnuvegurinn sjálfur á að bera ábyrgð á. Ég tel að hér sé ekki um stjórnun að ræða í þeirri eiginlegu merkingu, heldur um hreina ofstjórn á grundvallaratvinnuvegi Íslendinga. Ég segi nei.