16.12.1985
Neðri deild: 31. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1679 í B-deild Alþingistíðinda. (1321)

186. mál, almannatryggingar

Heilbr.- og trmrh. (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Sannleikurinn er sá að orðalag 16. gr. er fortakslaust að fæðingarorlof skuli aldrei verða lengra en fjórir mánuðir. Tryggingastofnunin hefur þess vegna ekki getað framkvæmt þetta. Þó að það sé alveg ljóst að vilji löggjafans var í fyrra að þetta yrði ekki svona er orðalagið samt svo fortakslaust að það er nauðsynlegt að breyta því.