16.12.1985
Efri deild: 33. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1690 í B-deild Alþingistíðinda. (1327)

169. mál, tollskrá

Stefán Benediktsson:

Virðulegi forseti. Það er bara ein spurning til fjmrh.: Er þetta gjald lagt á núna í sama tilgangi og upphaflega eða eingöngu til tekjuöflunar án tillits til þess hvort þetta verndi íslenskan húsgagnaiðnað? Ég spyr að gefnu tilefni vegna þess að við horfðum nýverið upp á það að einhver stærsta húsgagnaverksmiðja landsins hefur lagt upp laupana. Greinilega hefur því þetta gjald ekki skilað þeim árangri að vernda hennar hagsmuni. Er þetta eingöngu notað núna í þeim tilgangi að afla tekna fyrir ríkissjóð eða er þetta til að vernda húsgagnaiðnað áfram?