18.12.1985
Efri deild: 37. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1846 í B-deild Alþingistíðinda. (1497)

194. mál, nefnd til að kanna viðskipti Útvegsbanka Íslands og Hafskips hf.

Stefán Benediktsson:

Virðulegi forseti. Ekki er það ætlun mín að lengja hér umræður. Eingöngu vegna þeirra atkvgr. sem fram fara á eftir um þetta frv. vildi ég skýra mína afstöðu til þess. Eins og menn rekur kannske minni til þá talaði ég við 1. umr. á móti þessari skipan mála, þ.e. ég var mótfallinn því hvaða aðila væri falið að rannsaka þetta mál og taldi eðlilegra að það yrði nefnd þm. Þess vegna greiði ég atkvæði gegn 1. gr. þessa frv. en áskil mér rétt til þess að fylgja eftir þeim brtt. sem fram eru komnar um verksvið þessarar nefndar, sem ég tel allar tvímælalaust til bóta.