19.12.1985
Neðri deild: 39. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1931 í B-deild Alþingistíðinda. (1643)

197. mál, barnabótaauki

Frsm. (Friðrik Sophusson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. fjh.- og viðskn. um frv. til laga um sérstakan barnabótaauka. Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt. Hv. þm. Guðrún Agnarsdóttir tók þátt í afgreiðslu málsins og er samþykk þessari málsmeðferð. Undir þetta rita auk mín hv. þm. Guðmundur Einarsson, Halldór Blöndal, Svavar Gestsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur G. Einarsson, og Stefán Valgeirsson, sem sótti fundi nefndarinnar í forföllum formanns nefndarinnar, hv. þm. Páls Péturssonar.

Þetta frv. á rætur að rekja til samninga á vinnumarkaðnum 21. febrúar 1984. Það var síðan samþykkt að framlengja lögin fyrir yfirstandandi ár og var þá upphæðin hækkuð í 15 þús. kr. fyrir hvert barn. Nú eru upphæðir færðar upp með tilliti til hækkunar skattvísitölu um 36% og er kostnaður ríkissjóðs af frv. þessu talinn vera um 42 millj. kr.

Herra forseti. Við í hv. fjh.- og viðskn. mælum með því að þetta frv. verði samþykkt.