21.12.1985
Sameinað þing: 35. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2097 í B-deild Alþingistíðinda. (1778)

1. mál, fjárlög 1986

Jón Baldvin Hannibalsson:

Herra forseti. Mér er tjáð með réttu eða röngu að þessi tillaga sé runnin undan rifjum framsóknarmanna, en hún felur það í sér að kostnaður af þessu verkefni færist yfir á Stofnlánadeild landbúnaðarins og komi þar með inn í verðlag landbúnaðarvara. Ég minni á að aðrar stéttir njóta ekki slíkrar forfallaafleysingaþjónustu á fjárlögum. Ég tel að þetta sé eðlilegri leið og styð því till. Ég segi já.