24.10.1985
Sameinað þing: 7. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 228 í B-deild Alþingistíðinda. (181)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf:

„Reykjavík, 24. okt. 1985. Friðjón Þórðarson, 1. þm. Vesturl., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Sjálfstfl. í Vesturlandskjördæmi, Sturla Böðvarsson sveitarstjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Ingvar Gíslason,

forseti Nd."

Sturla Böðvarsson hefur setið á Alþingi áður á þessu kjörtímabili og býð ég hann velkominn til starfa á ný.

Kosning í fjárveitinganefnd skv. 15. gr. Þingskapa, sbr. lög nr. 95/1985.

Fram komu tveir listar með jafnmörgum nöfnum samtals og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kjörnir væru án atkvæðagreiðslu:

Pálmi Jónsson (A),

Geir Gunnarsson (B),

Guðmundur Bjarnason (A),

Árni Johnsen (A),

Karvel Pálmason (B),

Egill Jónsson (A),

Kolbrún Jónsdóttir (B),

Friðjón Þórðarson (A),

Þórarinn Sigurjónsson (A),

Kristín Halldórsdóttir (B).