21.12.1985
Sameinað þing: 35. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2106 í B-deild Alþingistíðinda. (1810)

Kosning endurskoðenda Húsnæðisstofnunar ríkisins

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Vegna umræðna um atkvæðagreiðslu um 4. mál á dagskrá vil ég vekja athygli á því sem segir í 3. mgr. 45. gr. þingskapalaga, en það er svohljóðandi, með leyfi forseta:

„Skylt er þm., hvort heldur í deild eða Sþ., að vera viðstaddur og greiða atkvæði nema hann hafi lögmæt forföll eða fararleyfi.“

Mig langar til að spyrja hæstv. forseta hvort ekki beri þá að túlka yfirlýsingar sem hérna hafa verið gefnar með þeim hætti að þær séu yfirlýsingar um að skilað sé auðu í kosningum því að hitt er óheimilt.