04.02.1986
Sameinað þing: 41. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2334 í B-deild Alþingistíðinda. (1968)

Leiga á flugvél Landhelgisgæslunnar

Árni Johnsen:

Herra forseti. Það hefur verið blandað saman við þetta kaupum á minni þyrlunni sem er væntanleg innan tíðar. Ef ég man rétt er 5 millj. kr. munur á söluverði og kaupverði minni þyrlanna tveggja. Þess vegna hefði verið fróðlegt að heyra hverjar væru áætlaðar tekjur af leigu á Fokker-vélinni eins og fyrirhugað var.

En að lokum árétta ég það og geri þá athugasemd að gæslufokkerinn getur haft radíósamband við skip. Hann hefur tíu tíma flugþol, helmingi meira en aðrar Fokkervélar á landinu. Hann er neyðarstaðsetningartæki umfram aðrar vélar á landinu. Það hefur þótt aðalsmerki gæslunnar að þessi vél hefur verið til taks hvenær sem er og á hefur þurft að halda með örstuttum fyrirvara.