28.02.1986
Neðri deild: 54. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2877 í B-deild Alþingistíðinda. (2433)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Ingvar Gíslason):

Forseta Nd. hafa borist þrjú bréf og ég les nú þessi bréf:

„Alþingi, 28. febrúar 1986.

Mér hefur tjáð Ragnhildur Helgadóttir, 10. þm. Reykv., að hún sé á förum til útlanda í opinberum erindum og geti því ekki sótt þingfundi á næstunni. Leyfi hún sér því með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna fjarveru 1. varamanns taki 2. varamaður Sjálfstfl. í Reykjavík, Guðmundur H. Garðarsson, sæti á Alþingi í fjarveru sinni.

Ólafur G. Einarsson,

formaður þingflokks Sjálfstfl.“

Þá hefur borist annað bréf:

„Alþingi, 28. febrúar 1986.

Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Framsfl. í Norðurl. v., Sverrir Sveinsson veitustjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Páll Pétursson,

2. þm. Norðurl. v.“

Hér kemur þriðja bréfið:

„Alþingi, 28. febrúar 1986.

Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Framsfl. í Austurlandskjördæmi, Guðrún Tryggvadóttir meinatæknir, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Halldór Ásgrímsson,

1. þm. Austurl.“

Hér er um að ræða þrjá varamenn sem taka sæti á þingi í dag, Guðrúnu Tryggvadóttur, Sverri Sveinsson og Guðmund H. Garðarsson. Öll hafa þau áður setið á þingi á þessu kjörtímabili. Kjörbréf þeirra hafa verið könnuð og ég býð þau öll velkomin til starfa á Alþingi.