17.03.1986
Sameinað þing: 61. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3171 í B-deild Alþingistíðinda. (2763)

290. mál, verðbætur á innlán og útlán banka

Samgrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Hv. fyrirspyrjandi sagðist ekkert hafa skilið í svarinu og hann verður því að leita enn fanga á öðrum miðum. En í svari í þessum spurningatíma hér í þingi er ekki hægt að gefa ítarleg og tæmandi svör við flóknum og erfiðum spurningum. Það hefði mátt flytja um þetta svona 1-2 tíma ræðu en hvort fyrirspyrjandi og aðrir hefðu skilið meira á eftir en áður skal ósagt látið.

Varðandi svo aftur aðra fsp. sem kemur fram í fyrirspurnatíma um hvort ég telji þetta eðlilegt: Ég tel þetta alls ekki óeðlilegt og þetta er það sem bankarnir hafa fullt leyfi til að gera skv. þeirri löggjöf sem í gildi var áður og sömuleiðis skv. þeirri löggjöf sem er í gildi núna eða hefur verið frá síðustu áramótum. Ef hv. fyrirspyrjandi telur eitthvað ólöglegt við það gerir hann athugasemd við það. Ég tel þetta ekkert óeðlilegt.