19.03.1986
Neðri deild: 65. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3206 í B-deild Alþingistíðinda. (2803)

91. mál, varnir gegn kynsjúkdómum

Frsm. (Guðrún Agnarsdóttir):

Herra forseti. Aðeins örfá orð í þessari umræðu.

Þær ráðstafanir að setja ónæmistæringu undir kynsjúkdómalög eru að mínu áliti tímabundnar aðgerðir heilbrigðisyfirvalda til þess að taka á málum eins og nú er komið.

Við umræður hér í Nd. um þáltill. þar sem hvatt er til þess að láta fara fram endurskoðun á lögum um smitsjúkdóma gat hæstv. heilbr.- og trmrh. þess að hún hafi þegar gert ráðstafanir til þess að skipa nefnd til að vinna að því máli.

Þá verður eðlilegt að taka þetta mál upp aftur og endurskoða lög um kynsjúkdóma með tilliti til annarra smitsjúkdóma.

Það var einungis þetta sem ég vildi láta koma fram.