21.04.1986
Efri deild: 86. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4271 í B-deild Alþingistíðinda. (3995)

236. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. (Jón Kristjánsson):

Virðulegi forseti. Nefndin hefur skoðað frv. um ríkisborgararétt nánar og hefur ákveðið að taka til greina eina umsókn til viðbótar við þær sem eru á nál. og hefur lagt fram svohljóðandi brtt. á þskj. 1033:

„Við 1. gr. Í greinina bætist í stafrófsröð:

Lee Tian Choi, verslunarmaður, f. 19. apríl 1948 í Malaysíu. Fær réttinn 17. des. 1986.“ En þá hefur þessi einstaklingur fullnægt þeim skilyrðum sem sett eru til að öðlast ríkisborgararétt eða 10 ára lögheimili hér á landi.