21.04.1986
Neðri deild: 92. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4299 í B-deild Alþingistíðinda. (4028)

320. mál, fasteigna- og skipasala

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Í önn dagsins ganga mál kannske ekki alveg fyrir sig eins og þau eiga að gera. En allshn. sat á fundi og var með þetta mál til umfjöllunar. Þar var samstaða um að leggja til ákveðna hluti og formaður nefndarinnar Gunnar G. Schram, hv. 2. þm. Reykn., mun birtast hér eftir örfáar mínútur. Mér þætti vænt um ef forseti gæti orðið við þeim tilmælum að fresta þessu máli þangað til nefndin gerði grein fyrir málinu.