23.04.1986
Neðri deild: 100. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4598 í B-deild Alþingistíðinda. (4420)

396. mál, framleiðsla og sala á búvörum

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um till. sem ég flutti, tók aftur og var tekin jafnharðan upp af hv. 5. þm. Reykv. Í umræðunum hefur hæstv. forsrh. lýst því yfir að gjaldið verði ekki nýtt umfram það sem gert er í dag nema þegar um óeðlilega verðfellingu er að ræða á innflutningi. Jafnframt sagði hæstv. forsrh. að aðgerðir í framhaldi af samþykkt frv. mundu ekki leiða til hækkunar framfærslukostnaðar. Þetta var ástæðan fyrir því að ég kallaði aftur till. Ég greiði ekki atkvæði um hana.