14.11.1985
Sameinað þing: 15. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 602 í B-deild Alþingistíðinda. (468)

30. mál, kennsluréttindi í grunnskólum

Menntmrh. (Sverrir Hermannsson):

Herra forseti. Mér hafa nú loks borist upplýsingar nokkurn veginn eins og spurt er um, en ekki er það nú alveg. Ekki er til fullnustu hægt að svara fsp. En varðandi 1. lið fsp. er þess að geta varðandi a- og b-lið að ekki er unnt að sundurliða eins og beðið er um í þessum liðum þar sem ekki eru skörp skil milli kennara 1.-6. bekkjar annars vegar og 7.-9. bekkjar hins vegar, þ.e. sömu kennarar kenna víða bæði í 1.-6. bekk og eins 7.-9. bekk.

Varðandi c-lið 1. liðar fsp. er þetta að segja: Yfirlit um kennslu skv. stundaskrá í grunnskólum skólaárið 1985-1986 og skiptingu kennslunnar milli kennara með réttindi og þeirra sem ekki hafa full kennararéttindi eru með þessum hætti:

Í Reykjavík: Fjöldi kennara með full réttindi 830. Stöðugildin eru talin 688,30 og stöðugildi í prósentum 37,29. En öll kennsla er talin í stöðugildum og er miðað við að í hverju stöðugildi séu 29,63 kennslustundir í viku. Án fullra réttinda eru kennarar í Reykjavík 33, stöðugildin 19,20 og stöðugildi í prósentum 2,71%.

Reykjaneskjördæmi: Kennarar með full réttindi 559, stöðugildin 489,98 og í prósentum 88,19%. Án fullra réttinda 92. Stöðugildi 65,61 og í prósentum 11,81.

Vesturlandsumdæmi: Kennarafjöldi með full réttindi 169, stöðugildin 144,30 og í prósentum 70,46. Kennarar án fullra réttinda 80. Stöðugildin alls 60,50 og stöðugildi í prósentum 29,54%.

Vestfjarðaumdæmi: Kennarar með full réttindi 83, stöðugildin eru 76,76 og í prósentum 55,53. Kennarar án fullra réttinda 83 eða jafnmargir, en stöðugildin hins vegar 61,47 og í prósentum 44,47.

Norðurlandsumdæmi vestra: Kennarar með full réttindi 107, stöðugildin 93,04 og í prósentum 64,20. Án fullra réttinda 96. Stöðugildi 51,87, 35,80%.

Norðurlandsumdæmi eystra: Fjöldi kennara með full réttindi 275, stöðugildi alls 237,27, í prósentum 71,23%. Án fullra réttinda 146. Stöðugildi 95,83, samtals í prósentum 28,77.

Austurlandsumdæmi: Kennarar með full réttindi 111, stöðugildi alls 95,46, 55,86%. Án fullra réttinda 104. Stöðugildi 75,43, í prósentum 44,14.

Suðurlandsumdæmi: Kennarar með full réttindi 237, stöðugildi alls 150,12, í prósentum 74,45. Án fullra réttinda 92. Stöðugildi 51,53, í prósentum 25,55.

Landið allt: Kennarar samtals með full réttindi 2371. Stöðugildin 1975,23, 80,40%. Fjöldi kennara samtals án fullra réttinda 726. Stöðugildin 481,44 og stöðugildi í prósentum 19,60.

2. liður fsp. hljóðaði svo: „Hve margar stöður í grunnskólum eru skipaðar eða settar kennurum með kennsluréttindi?" 1975,23 stöður við grunnskóla eru skipaðar kennurum með kennsluréttindi.

Í þriðja lagi er spurt: „Hve margir stundakennarar við grunnskóla eru með kennsluréttindi?" Þeir eru alls 144. Það er tekið fram að kennarar við héraðsskóla eru ekki taldir með í þessari upptalningu og enn fremur að stjórnunarstörf eru ekki meðtalin í stöðugildum.