02.12.1986
Sameinað þing: 23. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1268 í B-deild Alþingistíðinda. (1102)

176. mál, lokun deilda á sjúkrahúsum

Fyrirspyrjandi (Kristín Ástgeirsdóttir):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. heilbrmrh. kærlega fyrir þessi svör. Þetta eru miklar upplýsingar, sem hún hefur hér lagt fram, og ég þarf að skoða þær betur til að geta áttað mig á því hvað þetta segir. En mér finnast það býsna háar tölur að 200 hjúkrunarfræðinga vanti til starfa. Ég ætla ekki að segja meira um þetta í bili því að ég er líka með næstu fsp. Hún er í beinu framhaldi af þessu máli, um það til hvaða ráða eigi að grípa. Ég verð þó að segja að ég hefði búist við því að yfirvinna væri jafnvel enn meiri á spítölum. En þetta þarf að skoðast betur.