08.12.1986
Neðri deild: 17. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1410 í B-deild Alþingistíðinda. (1246)

Tryggvi Gunnarsson skipstjóri á Vopnafirði fyrir SvH 3 AL

Forseti (Ingvar Gíslason):

Forseta Nd. hafa borist hér tvö bréf. Annað bréfið er frá Sverri Hermannssyni 3. þm. Austurl. þar sem hann greinir frá því að hann geti ekki sótt þingfundi á næstunni og óskar eftir því að Tryggvi Gunnarsson, skipstjóri á Vopnafirði, taki sæti sitt á Alþingi á meðan hann er fjarverandi.

Tryggvi Gunnarsson hefur áður setið á þingi og sótt þingfundi á þessu kjörtímabili, kjörbréf hans hefur verið rannsakað. Ég býð Tryggva Gunnarsson velkominn til starfa á þinginu.

Svo er hitt bréfið. Þar greinir Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstfl., frá því að Pétur Sigurðsson 12. þm. Reykv. dveljist erlendis í opinberum erindum og geti ekki sótt þingfundi. Því er óskað eftir því að sæti Péturs taki Guðmundur H. Garðarsson viðskiptafræðingur og er Guðmundur H. Garðarsson kominn til þingfundar. Hann hefur setið á þessu þingi, kjörbréf hans hefur verið rannsakað og ég býð Guðmund H. Garðarsson velkominn til starfa.