21.10.1986
Sameinað þing: 5. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 211 í B-deild Alþingistíðinda. (153)

36. mál, rannsóknarlektor í sagnfræði

Fyrirspyrjandi (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir):

Virðulegi forseti. Aðeins örstutt athugasemd til að styrkja forseta í þeirri ákvörðun sinni að hafa leyft þessa fsp.

Hæstv. iðnrh. til upplýsingar vil ég benda honum á að þegar menn eru settir í stöður við Háskóla Íslands fer það eftir hæfni þeirra til að gegna stöðunni og því er stöðuveitingin óhjákvæmilega bundin við persónu þeirra.