17.12.1986
Efri deild: 23. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1827 í B-deild Alþingistíðinda. (1656)

92. mál, Landhelgisgæsla Íslands

Skúli Alexandersson:

Virðulegi forseti. Ég þakka svar ráðherra við fsp. minni um það hvort til standi að segja loftskeytamönnum upp á varðskipunum. Ég fagna því að hann hafi ekki heyrt þetta og vænti þess vegna að það sé aðeins orðrómur en ekki nein tilætlun í þeirri gerð.

Í sambandi við gagnrýni mína á það að ekki hafi verið kallað á fulltrúa skipverja, þá viðurkenni ég það að um þetta mál hefur sjálfsagt verið það vel fjallað í Nd. að ekki hafi verið ástæða til þess að kalla á fulltrúa skipverja. En þá hefði ekki verið nein frekari ástæða til þess að kalla á fulltrúa útgerðarinnar.