19.12.1986
Sameinað þing: 35. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2010 í B-deild Alþingistíðinda. (1967)

178. mál, könnun á tannlæknaþjónustu

Frsm. félmn. (Gunnar G. Schram):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 412 um till. til þál. um könnun á tannlæknaþjónustu. Þetta er nál. félmn. Sþ. Nefndin hefur fjallað um þessa tillögu á fundum sínum og leggur til að hún verði samþykkt. Fjarstaddir afgreiðslu málsins voru þeir Árni Johnsen og Friðjón Þórðarson, en undir þetta nál. rita Gunnar G. Schram, Jóhanna Sigurðardóttir, Guðrún Helgadóttir, Jón Kristjánsson og Stefán Valgeirsson.