22.10.1986
Neðri deild: 5. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 259 í B-deild Alþingistíðinda. (211)

52. mál, umferðarlög

Landbúnaðarráðherra (Jón Helgason):

Herra forseti. Ég vonast til þess að frv. til umferðarlaga verði flutt aftur í næstu viku. Á s.l. vori, þegar þingi lauk, skipaði ég nefnd til að fara yfir allar brtt. sem fram höfðu komið við frv. og sú nefnd vann í sumar á mörgum fundum, fór rækilega yfir og gerði margvíslegar breytingar, kannske ekki miklar efnisbreytingar en mjög margar lagfæringar og leiðréttingar. Það er búið að fella þær inn í frv. og er verið að prenta það. Ég vonast til þess að það verði tilbúið í næstu viku. Ég veit ekki til þess að það sé ágreiningur um að leggja það frv. aftur fram, en að sjálfsögðu eru í frv. einstök atriði sem geta orðið skiptar skoðanir um á þinginu. Ég skal ekkert segja um það frekar, en þau atriði verða tekin til meðferðar þegar nefndin fjallar um þau.