20.12.1986
Sameinað þing: 36. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2239 í B-deild Alþingistíðinda. (2170)

1. mál, fjárlög 1987

Utanrrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Það er lítil reisn yfir Alþfl. að vilja vera í forustu fyrir verkalýðssamtökunum þar sem gerð er krafa til þess að ríkissjóður taki þátt í lausn vandans en þora svo ekki að takast á við vandamálið þegar það kemur til kasta Alþingis að afgreiða fjárlög. Ég segi já.

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 499).