13.01.1987
Neðri deild: 34. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2308 í B-deild Alþingistíðinda. (2221)

275. mál, stöðvun verkfalls á fiskiskipum og á farskipum

Jón Baldvin Hannibalsson:

Herra forseti. Tilgangurinn með dagskrártillögu okkar þm. Alþfl. var sá að fá þessu máli vísað frá þingi til samningsaðila og sáttasemjara. Við höfum ekki dregið þessa till. til baka, en getum eftir atvikum fallist á málamiðlun sem felur í sér að afgreiðslu þess í þinginu er frestað.