09.02.1987
Neðri deild: 41. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2848 í B-deild Alþingistíðinda. (2650)

Húsgagnakaup Alþingis

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Ég þakka þessar undirtektir og tel að hér sé svo stórt mál á ferðinni að það sé nauðsynlegt að fá greinargóðar skýringar á þessum ákvörðunum. Þetta er einn þáttur í sambandi við opinbera innkaupastefnu sem verður til sérstakrar meðferðar í sambandi við stjfrv. sem fyrir deildinni liggur. En það er alveg nauðsynlegt að Alþingi skoði ákvarðanir af þessu tagi sem eru táknrænar og varpa heldur neikvæðu ljósi á afstöðu af þingsins hálfu eins og það liggur fyrir að mér virðist.