03.03.1987
Sameinað þing: 57. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3620 í B-deild Alþingistíðinda. (3226)

372. mál, geðheilbrigðismál

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það samrýmist ekki þingsköpum að gera nema einu sinni athugasemd. Hér er ekki gert ráð fyrir almennri umræðu. Það er tekið fram í þingsköpum að það hafa einungis heimild til þess að tala fyrirspyrjandi og viðkomandi ráðherra. Forseti getur veitt heimild til að gera örstutta athugasemd, en það er viðtekin venja að gera það aðeins einu sinni til þess að það sé fullt jafnræði með öllum þm. Hversu mjög sem forseti vildi bregða út af því er það ekki rétt.