09.03.1987
Efri deild: 51. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3826 í B-deild Alþingistíðinda. (3439)

341. mál, gildistaka staðgreiðslu opinberra gjalda

Frsm. 1. minni hl. fjh.- og viðskn. (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir):

Virðulegi forseti. Ég hef þegar gert grein fyrir áliti mínu á þessu máli. Eins og þar kom fram vekur 1. minni hl. fjh.- og viðskn. athygli á því að nauðsynlegt er að endurákvarða prósentuhækkun reiknaðs endurgjalds aðila í sjálfstæðum atvinnurekstri í samræmi við almennar tekjubreytingar milli áranna 1986 og 1987 þegar þær tekjubreytingar liggja ljósar fyrir.

Ég kem hér upp núna fyrst og fremst til að taka undir það sem fram kom í máli hv. síðasta ræðumanns í þessu efni og það sjónarmið að í rauninni sé óþarfi að hafa einhverja ákveðna prósentutölu í lagagreininni á þessu stigi málsins þar sem þetta verður að endurskoða þegar tekjubreytingar milli áranna 1986 og 1987 liggja fyrir. Þess vegna get ég fyrir mitt leyti fallist á þá till. sem hv. 8. þm. Reykv. hefur borið fram í þessu efni og mun greiða henni atkvæði mitt.