16.03.1987
Neðri deild: 65. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4296 í B-deild Alþingistíðinda. (4036)

364. mál, alþjóðasamþykkt um þjálfun og vaktstöður sjómanna

Frsm. samgn. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Samgn. hefur rætt þetta frv. Á fund hennar kom Birgir Guðjónsson deildarstjóri í samgrn. Það var farið fram á að haft yrði samband við þá aðila sem helst hefði átt að kalla fyrir nefndina, þ.e. formann Skipstjórafélagsins, Vélstjórafélagsins, Sjómannafélags Reykjavíkur og útgerðaraðila. Birgir Guðjónsson tók að sér að hafa samband við þessa menn fyrir nefndina. Það náðist aldrei í aðila skipaútgerða þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir sem Birgir gerði í tvo daga. Hins vegar hafði hann samband við hina þrjá, þ.e. Guðmund Hallvarðsson, Höskuld Skarphéðinsson og Helga Laxdal, og þeir lögðu mikla áherslu á að frv. yrði samþykkt og töldu að sérstaklega væri þetta áríðandi vegna áhafna á leiguskipum.

Nefndin mælir með því að frv. verði samþykkt óbreytt.