04.11.1986
Sameinað þing: 11. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 542 í B-deild Alþingistíðinda. (429)

99. mál, skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna af Húsnæðisstofnun

Fyrirspyrjandi (Kristín Halldórsdóttir):

Herra forseti. Á þskj. 100 leyfi ég mér að bera fram fsp. til hæstv. fjmrh. um skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna af Húsnæðisstofnun ríkisins. Fsp. er í þremur liðum:

„1. Hve miklu fé er áætlað að lífeyrissjóðirnir verji til kaupa á skuldabréfum af Húsnæðisstofnun ríkisins á þessu ári?

2. Hvernig verður brugðist við ef lífeyrissjóðirnir óska eftir að kaupa skuldabréf fyrir hærri upphæð af Húsnæðisstofnun en gert var ráð fyrir í lánsfjáráætlun fyrir árið 1986?

3. Verður hugsanlegri umframfjárhæð varið til útlána á vegum Húsnæðisstofnunar? Ef ekki, hvernig verður henni þá varið?"

Ég sé ekki ástæðu til að fylgja þessari fsp. úr hlaði með fleiri orðum. Spurningarnar skýra sig væntanlega sjálfar.