18.03.1987
Sameinað þing: 65. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4472 í B-deild Alþingistíðinda. (4296)

362. mál, ábyrgð vegna galla í húsbyggingum

Frsm. allshn. (Ólafur Þ. Þórðarson):

Herra forseti. Allshn. hefur fjallað um till. til þál. um ábyrgð vegna galla í húsbyggingum og öðrum mannvirkjum. Nefndin hefur fjallað um till. og mælir með samþykkt hennar með breytingu, en till. um hana er flutt á sérstöku þskj.

Undir þetta rita Ólafur Þ. Þórðarson, Haraldur Ólafsson, Stefán Benediktsson, Pétur Sigurðsson, Guðrún Agnarsdóttir, Eggert Haukdal, Birgir Ísl. Gunnarsson.

Brtt. er flutt á þskj. 858 og hljóðar svo, með leyfi forseta:

"Tillgr. orðist svo:

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til þess að endurskoða gildandi lög sem fjalla um ábyrgð þeirra sem tengjast húsbyggingum og annarri mannvirkjagerð.“