18.03.1987
Sameinað þing: 65. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4484 í B-deild Alþingistíðinda. (4326)

161. mál, greiðslufrestur

Frsm. atvmn. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. atvmn. um till. til þál. um viðskipti með greiðslufresti.

Nefndin hefur fjallað um þessa till. og fengið umsagnir frá viðskrn., Verslunarráði Íslands, Neytendasamtökunum og reyndar Alþýðusambandi Íslands jafnframt, enda þótt það sé ekki tekið fram í nál. Umsögn viðskrn. er birt sem fylgiskjal með nál. eins og fram kemur. Í þeirri umsögn, þ.e. umsögn viðskrn. um till., kemur fram að það er ötullega unnið innan viðskrn. að athugun þeirra atriða sem till. fjallar um og nauðsynlegt er að undirbúa rækilega með löggjöf að markmiði. Í trausti þess að áfram verði unnið að þessum málum af fullum krafti á vegum ráðuneytisins leggur atvmn. til að till. verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Undir nál. rita auk þess sem hér stendur hv. alþm. Birgir Ísl. Gunnarsson, Garðar Sigurðsson, Björn Dagbjartsson, Þórarinn Sigurjónsson og Kristín S. Kvaran. Atvmn. leggur til að till. verði vísað til ríkisstjórnarinnar.