12.11.1986
Efri deild: 11. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 787 í B-deild Alþingistíðinda. (671)

120. mál, þinglýsingalög

Landbúnaðarráðherra (Jón Helgason):

Hæstv. forseti. Frv. til laga um breytingu á þinglýsingalögum sem hér liggur fyrir er fylgifrv. með frv. til umferðarlaga sem hér hefur verið rætt á undan. Frv. varðar breyttar reglur um þinglýsingu skjala er varða skráðar bifreiðar með hliðsjón af breyttum skráningarreglum. Frv. sama efnis lá og fyrir síðasta Alþingi í tengslum við frv. til umferðarlaga en hlaut þá ekki afgreiðslu fremur en hitt.

Ég tel eigi ástæðu til að endurtaka þá greinargerð sem áður hefur verið flutt á þinginu fyrir efni þessa frv. en leyfi mér að vísa til fyrri framsögu og prentaðra athugasemda með frv.

Hæstv. forseti. Ég legg til að frv. þessu verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. allshn.