03.12.1987
Sameinað þing: 25. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1423 í B-deild Alþingistíðinda. (1004)

Skrifleg svör við fyrirspurnum

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Hæstv. menntmrh. hafði áður tjáð forseta að því miður gæti hann ekki svarað fsp. á dagskrármáli nr. 1 vegna þess að það hefði ekki unnist tími til þess að fá þær upplýsingar sem hann taldi nauðsynlegt að hafa á hendi þegar svarið væri gefið. Og það er ekki óvenjulegt undir slíkum kringumstæðum að fresta afgreiðslu fsp.