19.10.1987
Sameinað þing: 4. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 169 í B-deild Alþingistíðinda. (108)

Varamenn taka þingsæti

Frsm. kjörbréfanefndar (Ólafur G. Einarsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur haft til athugunar kjörbréf Birgis Dýrfjörð, 1. varamanns Alþfl. í Norðurlandskjördæmi vestra, en vegna fjarveru Jóns Sæmundar Sigurjónssonar, hv. 5. þm. kjördæmisins, er óskað eftir að Birgir Dýrfjörð taki sæti á Alþingi. Kjörbréfanefnd leggur til einróma að kjörbréfið verði samþykkt.

Þá hefur nefndin einnig haft til athugunar kjörbréf Jóns Magnússonar sem er 2. varamaður Sjálfstfl. í Reykjavík. Óskað er eftir að hann taki sæti á Alþingi vegna fjarveru hæstv. iðnrh. Friðriks Sophussonar, 1. þm. Reykv. Fyrir liggur yfirlýsing frá Sólveigu Pétursdóttur, 1. varamanni Sjálfstfl. í Reykjavík, um að hún geti ekki tekið sæti á þinginu vegna þess að hún dvelur erlendis.

Kjörbréfanefnd leggur einnig til að þetta kjörbréf verði samþykkt.