09.12.1987
Efri deild: 18. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1658 í B-deild Alþingistíðinda. (1197)

40. mál, Útflutningsráð Íslands

Dómsmálaráðherra (Jón Sigurðsson):

Hæstv. forseti. Það er fjarri mér að vilja lengja þessa umræðu um þingsköp. Ég vil þó gera alveg skýrt að hæstv. sjútvrh. tók á sig heldur mikið af skuldunum því ég átti sannarlega að mæla fyrir frv. um Útflutningsráð Íslands, sem er breyting á lögum sem heyra undir viðskrn., og það hef ég þegar gert. En það er hins vegar rétt, sem kom fram í máli hæstv. sjútvrh., að áðan var það dálítið vafamál, bæði í Ed. og Nd., hver mæla skyldi fyrir málum og við það var ég nokkuð bundinn áðan, þegar ég var fjarri, og bið hv. Ed. að hafa skilning á þessu og nokkurt umburðarlyndi.