10.12.1987
Sameinað þing: 30. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1753 í B-deild Alþingistíðinda. (1285)

164. mál, Löggildingarstofa ríkisins

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Hv. 4. þm. Vesturl. hefur kvatt sér hljóðs, en honum leyfist ekki að gera nema einu sinni athugasemd. Það er ófrávíkjanlegt og það verða menn að skilja. Og ég veit að þessi ágæti þm. skilur það. Öllum umræðum, hvort sem það er um fsp. eða annað, verður alltaf að ljúka og það getur alltaf verið að einhver þm. vilji gjarnan geta haldið áfram umræðum.