10.12.1987
Sameinað þing: 30. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1767 í B-deild Alþingistíðinda. (1304)

175. mál, kjötbirgðir og útflutningsbætur

Fyrirspyrjandi (Hreggviður Jónsson):

Herra forseti. Ég ætla að þakka hæstv. landbrh. fyrir ágæt svör og fagna því að hann skuli ætla að sjá til þess að óseldar kjötbirgðir séu settar í vinnslu frekar en þær séu settar á almennan markað. Einnig er það gott að ekki skuli þó vera meira af birgðum núna í árslok en raun ber vitni. Ég vona að þetta muni leysast fljótlega. Ég vil svo ekki segja meira um þetta.