28.12.1987
Sameinað þing: 38. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3209 í B-deild Alþingistíðinda. (2282)

1. mál, fjárlög 1988

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 700 millj. kr. upphæð til endurgreiðslu á söluskatti í sjávarútvegi. Í fjárlagafrv. hæstv. fjmrh. var þessi upphæð lækkuð í 350 millj. Hér er enn verið að leggja til lækkun um 30 millj. Þetta gerist á sama tíma og ráðgjafarstofnanir ríkisstjórnarinnar um efnahagsmál telja þörfina á gengislækkun vegna stöðu fyrirtækja í sjávarútvegi, þar á meðal fiskvinnslu, vera á bilinu 11–15%. Ég segi nei.