29.12.1987
Neðri deild: 39. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3333 í B-deild Alþingistíðinda. (2355)

Tilhögun þingfunda

Forseti (Jón Kristjánsson):

Þannig háttar um þingstörf hér í dag að ætlunin er að taka fyrir eina málið sem er á dagskrá, frv. til l. um söluskatt. Stefnt er að því að ljúka þeirri umræðu um kl. 4 og er ekki ætlunin að fundahöld verði meiri í dag. Ætlunin er að ljúka málinu og hafa atkvæðagreiðslu í lok umræðunnar og koma málinu til nefndar. Ég vildi geta þessa áður en við göngum til dagskrár.