30.12.1987
Efri deild: 45. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3404 í B-deild Alþingistíðinda. (2381)

54. mál, útflutningsleyfi

Frsm. 1. minni hl. fjh.- og viðskn. (Svavar Gestsson):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. utanrrh. fyrir þær undirtektir sem fram komu í hans máli varðandi mína málaleitan og ég tek undir það með honum að ég sé ekkert því til fyrirstöðu að hægt eigi að vera að koma þessum málum í gegnum deildina á mánudag, þriðjudag eftir áramótin, þ.e. 3. umr. Ef um þetta getur orðið samkomulag, sem hæstv. ráðherra var að nefna, mun ég fyrir mitt leyti draga til baka til 3. umr. þær brtt. sem ég flyt á sérstöku þskj. við frv. til laga um útflutningsleyfi. Ég mun hins vegar halda til haga afstöðu minni til 1. gr. beggja frv., greiða atkvæði á móti þeim, en ekki láta reyna á brtt. fyrr en við 3. umr., virðulegur forseti.