07.01.1988
Neðri deild: 48. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3741 í B-deild Alþingistíðinda. (2614)

181. mál, stjórn fiskveiða

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Þó að hafi orðið nokkrar lagfæringar á veiðirétti smærri báta tel ég að enn skorti á að hlutur þeirra sé viðunanlegur. Ég tel að sjútvrn. og þá sjútvrh. eigi að gera allar tiltækar ráðstafanir til þess að sela- og hrefnustofnarnir verði í framtíðinni í eðlilegu jafnvægi og stærð þeirra stofna verði ekki til þess að draga úr afla fiskiskipa og þá sérstaklega minni bátanna. Ég segi já.