02.02.1988
Neðri deild: 54. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4145 í B-deild Alþingistíðinda. (2911)

201. mál, almannatryggingar

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Það er merkilegt að þetta mál skuli ekki hafa verið tekið upp fyrir löngu eins og ástæður eru fyrir því fólki sem verst er sett á stofnunum þannig að ég þakka flm. fyrir að flytja þetta mál og lýsi stuðningi mínum við það. Ég vænti þess að sú nefnd, heilbr.- og trmn., sem tekur við þessu máli, athugi mjög hvað er hægt að gera í þessu máli. Mér er alveg ljóst að sumum mun finnast þetta vera stórt stökk. Það er svo aumt sem hefur verið látið fara til þessa fólks. En vonandi næst samstaða um að samþykkja frv. óbreytt.