11.02.1988
Sameinað þing: 46. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4455 í B-deild Alþingistíðinda. (3078)

244. mál, launastefna ríkisins

Sigríður Lillý Baldursdóttir:

Herra forseti. Hæstv. félmrh. sagði áðan í svari við fsp. að til stæði að fara yfir og kanna laun karla og kvenna hjá hinu opinbera og ef mismunur á launum karla og kvenna komi í ljós verði það tekið til sérstakrar athugunar. Því spyr ég: Má búast við að í kjölfar slíkrar athugunar muni hæstv. ríkisstjórn hækka laun kvenna hjá hinu opinbera án þess að hækka laun karla?

Hæstv. forsrh. nefndi hér eina könnunina enn m.a. á stöðu í launamálum og á mismun launa kvenna og karla. En hvað hyggst hæstv. ráðherra gera þegar í ljós kemur að verulegur munur er á launum kvenna og karla?