15.02.1988
Sameinað þing: 48. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4586 í B-deild Alþingistíðinda. (3178)

Reglur LÍN um barnsmeðlög

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Það kom fram hjá hæstv. ráðherra að mér skildist að það væri alls ekki víst hvenær þessar reglur mundu taka gildi. Og ég heyrði það í útvarpi hér á dögunum að þær mundu ekki taka gildi fyrr en í haust. Ég vil leggja áherslu á það að ráðherra verði við þeim óskum sem hafa komið hér fram um að þessar breyttu reglur gildi fyrir yfirstandandi ár.