02.03.1988
Efri deild: 64. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5320 í B-deild Alþingistíðinda. (3545)

317. mál, ráðstafanir í ríkisfjármálum 1988

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Þessi tillaga 8. gr., sem verður 9. gr., felur í sér skerðingu á framlagi til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um 398 millj. kr. og raunskerðingu að frádregnum framlögum til sérstakra verkefna um 1000 kr. á hvern íbúa í byggðarlögunum. Hér er komið í bakið á sveitarfélögunum sem hafa verið að ganga frá sínum fjárhagsáætlunum síðustu daga. Þetta skerðir sjálfstæði þeirra og möguleika til að tryggja eðlilega þjónustu við íbúa sína. Jafnframt felst í þessari tillögu tillaga ríkisstjórnarinnar og hæstv. fjmrh. um vantraust á félmrh. í þessu efni. Af þessum tveimur ástæðum, herra forseti, segi ég nei.