20.04.1988
Neðri deild: 79. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6679 í B-deild Alþingistíðinda. (4643)

271. mál, framhaldsskólar

Þórhildur Þorleifsdóttir:

Virðulegi forseti. Í ljósi breyttra þjóðfélagshátta, sem hafa m.a. haft það í för með sér að húsmæður eru í flestum tilfellum ekki lengur til staðar á heimili til að taka á móti börnum og unglingum í hádegi og sjá til þess að þau fái hollan og góðan mat, er nauðsyn á mötuneytum og skólamáltíðum brýn. Aldrei er meiri þörf fyrir holla og góða næringu en á vaxtarárum og til vansa að sjoppufæði skuli þá oft vera uppistaða fæðu skólafólks. Því segi ég já.