26.04.1988
Neðri deild: 80. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6830 í B-deild Alþingistíðinda. (4759)

423. mál, hlutafé Íslands í Alþjóðabankanum

Frsm. fjh.- og viðskn. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Á þskj. 879 liggur fyrir álit fjh.- og viðskn. sem hefur athugað þetta frv. og leggur til að það verði samþykkt eins og það liggur fyrir á þskj. 773. Undir þetta rita allir nefndarmenn.

Frv. er sem kunnugt er um að heimila ríkisstjórninni að semja um hækkun á hlutafé Íslands í Alþjóðabankanum úr 68 millj. í 125,8 millj. bandaríkjadala miðað við gullgengi dalsins hinn 1. júlí 1944.

Á fund nefndarinnar kom Jón Ögmundur Þormóðsson og gaf þar upplýsingar um lánveitingar frá Alþjóðabankanum og fjárreiður hans svo að við töldum fullnægjandi vera.