28.04.1988
Sameinað þing: 72. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6941 í B-deild Alþingistíðinda. (4907)

424. mál, ferðamenn

Samgönguráðherra (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Það er rétt sem kom fram hjá þingmanninum. Sundurliðun á því sem metið er getur ekki legið fyrir einfaldlega vegna þess, eins og ég orðaði það, að skrifstofurnar telja það sitt einkamál, en það fer ekkert milli mála að Ferðaskrifstofa ríkisins hefur unnið hér afar gott starf allan þann tíma sem hún hefur starfað. Hins vegar hefur þróunin í þessum málum breyst mjög verulega og ég vek athygli á því að á sl. ári var stofnsett upplýsingamiðstöð ferðamála sem hefur tekið að hluta til sín það starf sem Ferðaskrifstofa ríkisins áður hafði. Eins og ég gat um hefur þróunin verið með þeim hætti að þetta er komið á miklu fleiri hendur, það eru miklu fleiri aðilar sem sinna þessum málum nú.