05.05.1988
Efri deild: 89. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7378 í B-deild Alþingistíðinda. (5368)

431. mál, virðisaukaskattur

Júlíus Sólnes:

Herra forseti. Hér er verið að gera tilraun til að forða því slysi að 22% virðisaukaskattur verði lagður á matvæli á Íslandi. Eins og ég gat áðan í máli mínu er verð matvöru á Íslandi allt of hátt, með því hæsta ef ekki hæst í öllum heiminum. Ég held að það væri mjög athugandi að skoða það betur hvort ekki sé rétt að hafa tvö skattþrep. Í ljósi þess að við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að hér er verið að samþykkja virðisaukaskatt, að taka þann skatt upp, tel ég rétt að hafa lægra skattþrep af matvöru og segi já.